Við vöknuðum um 9 leytið í morgun til að klára að pakka, þrífa og ganga frá eftir okkur í skólanum.
Krakkarnir voru rosa dugleg að hjálpa til og allir gerðu sitt verk vel. Þau voru ótrúlega þolinmóð og góð við gömlu konuna (undirritaðri) sem var alltaf að gleyma einhverju. En þetta gekk allt ótrúlega vel.
Gabríel fékk viðurnefnið GPS því hann var svo duglegur að rata. Það var mikið sungið og trallað í bílunum. En það var gott að koma heim og mikil gleði að komast út úr flugvélinni og hitta foreldrana sína.
Ég þakka krökkunum fyrir góða ferð og skemmtilega samveru. Ég er verulega stolt af ykkur og glöð að fá að ferðast með ykkur.
Gangi ykkur vel að lesa fyrir prófin.
Kær kveðja, Steinunn.